 |
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra |
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, kemur í stutta heimsókn í Hörgársveit föstudaginn 28. október næstkomandi. Heimsóknin hefst á hádegisverði í Þelamerkurskóla, en þennan dag velja nemendur matseðilinn. Að því búnu hittir ráðherra sveitarstjórnina og síðan verður farið í leikskólann Álfastein, en bæði leikskólinn og grunnskólinn starfa undir merkjum grænfánans, sem er til marks um markvissa eflingu umhverfisvitundar.