Um nafn á sameinað sveitarfélag
Í apríl var lýst eftir hugmyndum um nafn á sameinað sveitarfélag Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Alls bárust 16 hugmyndir. Þær eru, raðað í stafrófsröð: Arnarbyggð, Eyjafjarðarbyggð, Gásabyggð, Gáseyrarbyggð, Hnjúkabyggð, Hraunsbyggð, Hörgárbyggð, Hörgárhreppur, Hörgársveit, Hörgárþing, Möðruvallabyggð, Möðruvallahreppur, Möðruvallasveit, Smárabyggð, Þelamerkurbyggð og Öxnadalsbyggð.
Fimm þessara hugmynda að nafni voru sendar örnefndanefnd til umsagnar, sbr. 4. gr. sveitarstjórnarlaga, þ.e. Hörgárbyggð, Hörgárhreppur, Hörgársveit, Möðruvallahreppur, Möðru-vallasveit.
Örnefnanefndin mælir með öllum nöfnunum. Næst gerist það að gerð verður könnun á viðhorfi íbúanna til þessara fimm nafnhugmynda samhliða sveitarstjórnarkosningunum 29. maí nk.
Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags tekur síðan endanlega ákvörðun um nafn sveitarfélagsins.