Þóra Björk Íslandsmeistari
15.06.2010
Um helgina var Íslandsmeistaramótið í frjálsum í flokki 11-14 ára haldið í Kópavogi. UMSE sendi hörkulið á mótið og það hafnaði í 5. sæti af 20 liðum á mótinu, sem er mjög góður árangur. Eyfirskir Íslandsmeistarar helgarinnar urðu Þóra Björk Stefánsdóttir, Smáranum, sem kastaði spjóti 24,97 m, Þorri Mar Þórisson, Svarfaðardal, sem stökk 1,30 m í hástökki og Karl Vernharð Þorleifsson, Dalvík, sem kastaði spjóti 33,94 m.
Á myndinni er UMSE-liðið. Þóra Björk heldur í fánann hægra megin.