Sveitarfundur - íbúaþing
Íbúar Hörgárbyggðar
Almennur sveitarfundur - íbúaþing - verður haldið í Hlíðarbæ í laugardaginn 22. nóvember og hefst kl. 13:00.
Á dagskrá er m.a.:
Ávarp sveitarsjóra, þar sem farið verður lauslega yfir helstu verkefni og um sameiningu sveitarfélaga.
Sorpmál:
Guðmundur Sigvaldason, verkefnisstjóri Staðardagskrár hjá Akureyrarbær og auk þess sem hann vinnur fyrir Sorpsamlag Eyjafjarðar. Hann ræðir um sorpmál frá ýmsum hliðum, endurvinnslu og úrræði hvað varðar förgun á sorpi - s.s.urðunarstað.
Menningartengd ferðaþjónusta:
Guðrún Kristinsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins, mun fjalla um uppgröftinn á Gásum og um Hraun í Öxnadal
Þá verður fjallað um skipulagsmál og uppbyggingu svæðisins norðan Lónsár. Teikningar og uppdrættir munu liggja frammi.
Umræður.
Vöfflukaffi verður á boðstólum.
Íbúar Hörgárbyggðar eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í umræðum.