Sundlaugarendurbætur á lokastigi
01.12.2008
Eftir örfáa daga lýkur umfangsmiklum endurbótum á sundlauginni á Þelamörk sem staðið hafa síðan í lok júní. Frágangi á sundlaugarkerinu sjálfu er lokið, á myndinni sést þegar verið var að setja dúk innan í kerið áður en snjórinn kom í síðustu viku. Flísalögn á heitum pottum mun ljúka í næstu viku, og þá verður hægt að taka sundlaugina aftur í notkun.