Styrkir til menningarstarfs
Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamála- og iðnaðarráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Árið 2009 hafa þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
· Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja saman Norðausturland
· Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum og leikmanna
· Verkefni sem hvetja til samvinnu ólíkra þjóðarbrota í samstarfi við Íslendinga. Verkefnin geta tengst tónlist, danslist, myndlist, bókmenntum og fl.
· Verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista
· Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista
Umsóknarfrestur er til og með 18. september. Úthlutun fer fram í október.
Hámarksstyrkur að þessu sinni er 400.000.- Verkefni sem fá úthlutað í aukaúthlutun þurfa að fara fram á tímabilinu október 2009 - janúar 2010.
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is
Menningarfulltrúi Eyþings verður til viðtals vegna aukaúthlutunarinnar á skrifstofu sinni á Akureyri 28. ágúst kl. 9-12 og 13-16 og 16. og 17. september kl. 13-16.
Viðtalstímar á öðrum tímum eru eftir samkomulagi.