Stóra upplestrarkeppnin
25.02.2010
Næsta þriðjudag, 2. mars, mun lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla, Valsárskóla, Grenivíkurskóla og Stórutjarnaskóla fara fram í Möðruvallakirkju. Á hátíðinni munu nemendur úr 7. bekkjum ofangreindra skóla lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og aðrir ungir listamenn. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Ármann Kr. Einarsson og Þorsteinn frá Hamri. Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Upplestrarhátíð Þelamerkurskóla fór fram sl. þriðjudag, sjá hér á heimasíðu skólans.