Stækkaður og endurbættur Álfasteinn tekinn í notkun
10.06.2007
Í gær, laugardag, var húsnæði leikskólans Álfasteins í Hörgárbyggð tekið í notkun eftir stækkun og endurbætur. Bætt var 160 fermetrum við þá 119 fermetra sem fyrir voru og þá bætast við um 13 heilsdagsrými. Framkvæmdir við stækkunina hófust í júlí 2006 og lauk í byrjun mars sl. Þá hófst endurgerð eldri hlutans og lauk hún innanhúss sl. föstudag.
Frágangur utanhúss við leikskólann er eftir og einnig er fyrirhugað að setja síðar samskonar utanhússklæðningu á eldri hlutann og er á þeim nýja. Aðalverktaki var Katla ehf. á Árskógsströnd.
Hér eru þrjár myndir frá athöfninni á laugardag, fleiri myndir koma á vefsíðu Álfasteins næstu daga, smella hér.