Sr. Solveig Lára og sr. Gylfi kvödd
08.10.2012
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónaði í síðasta sinn sem sóknarprestur við messu í Möðruvallakirkju á sunnudaginn. Hún og eiginmaður hennar, sr. Gylfi Jónsson flytjast nú að Hólum í Hjaltadal, þar sem sr. Solveig tekur við embætti vígslubiskups.
Kirkjan var þétt setin, enda hefur þeim farist prestsþjónusta vel og hafa þau notið almennra vinsælda.
Sr. Solveig Lára rifjaði upp að á þeim 12 árum sem hún hefur verið sóknarprestur hefur hún m.a. skírt 178 börn, fermt 152 ungmenni og gefið saman 87 pör. Útfarir á þessum tíma voru 68 og um 300 messur voru haldnar.
Eftir messu bauð sóknarnefndin til samsætis í Hlíðarbæ þar sem þeim hjónum var þökkuð dvölin hér í Hörgársveit og þeim óskað velfarnaðar í nýju starfi.
Kirkjukórinn söng nokkur lög |