Snorri næsti sveitarstjóri
Snorri Finnlaugsson, fjármálastjóri Steypustöðvarinnar ehf. í Reykjavík, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Hörgársveit í stað Guðmundar Sigvaldasonar sem sagði starfi sínu lausu í desember sl. Snorri er fæddur 1960. Hann er giftur Sigríði Birgisdóttur, þau eru nú búsett í Hveragerði. Snorri mun hefja störf um mánaðamótin apríl/maí nk.
Aðkoma hans að sveitarstjórnarmálum á undanförnum árum er mikil og hann var m.a. í forystu bæjarstjórnar á Álftanesi í endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins og sameiningu við Garðabæ 2010-2012.
Af öðrum verkefnum hans á sviði sveitarstjórnarmála má nefna
Bæjarritari á Dalvík 19821986, bæjarfulltrúi á Álftanesi 19982005, bæjarfulltrúi Sveitarfélaginu Árborg 2006-2008, formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 2006-2008, forseti bæjarstjórnar og bæjarráðsmaður á Álftanesi frá júní 2010 til ágúst 2012, formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2012 og bæjarstjóri á Álftanesi ágúst 2012 des. 2012