Skráningu fornleifa lokið
29.11.2006
Undanfarin þrjú sumar (2004-2006) var lokið við að skrá allar fornleifar í Hörgárbyggð, þ.e. svonefnd aðalskráning fornleifa. Áður en kom til sameiningar sveitarfélaganna í Hörgárbyggð, var búið að skrá fornleifar í Glæsibæjarhreppi. Á þessum þremur árum hafa verið skráðir 900-1.000 minjastaðir í sveitarfélaginu. Áætlað er að úrvinnslu skráningarinnar verði lokið næsta vor. Miðað við skráningar á tveimur fyrrnefndu sumrunum eru að meðaltali 16-17 minjastaðir á hverri jörð.