Skólaheimsókn í Stóra-Dunhaga
02.03.2007
Í síðustu viku fór hópur framhaldsskólanema úr VMA og MA ásamt grunnskólanemum í sveitaferð í Stóra-Dunhaga. Ferðin var hluti af framhaldsskólaáfanga sem heitir Mentorverkefnið Vinátta
(sjá á www.vinatta.is og www.kvenno.is/vinatta). Meginmarkmið verkefnisins er að efla góð tengsl milli framhaldsskólanemenda og grunnskólanemenda og styrkja gagnkvæma virðingu og vináttu.Hópurinn fékk bærar mótttökur í Stóra-Dunhaga og hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.