Skjaldarvík fær viðurkenningu Ferðaþjónustu bænda
09.12.2011

Þessi viðurkenning er veitt fyrir einstaka frammistöðu á árinu og byggist matið á umsögnum gesta auk þess sem leitað var umsagna erlendra ferðaskrifstofa. Þá var einnnig horft til þeirra gæða sem staðurinn stendur fyrir að mati starfsfólks skrifstofunnar.
Í flokknum Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda fengu eftirfarandi viðurkenningu: Helena og Knútur í Friðheimum við Reykholt, Stella og Gísli í Heydal í Mjóafirði og Bergþóra í Fögruhlíð í Fljótshlíð. Hvatningaverðlaunin eru veitt félagsmönnum fyrir einstaka og vel útfærða hugmynd og frumkvæði að uppbyggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og innihaldsríkri upplifun fyrir gestina.
Hér er hægt að sjá vef Skjaldarvíkur.