Síðasti fundur bókasafnsnefndar

Í gær hélt bókasafnsnefnd Hörgárbyggðar síðasta formlega fund sinn. Á undanförnum árum hefur nefndin unnið mikið starf í að sameina bókasöfn hreppanna sem sameinuðust í Hörgárbyggð. Bókasöfnin voru sameinuð skólabókasafni Þelamerkurskóla á grundvelli sammnings sem gerður var um samstarf bóksafns Glæsibæjarhrepps og skólabókasafnsins. Þar er gert ráð fyrir að íbúar sveitarfélgsins eigi, eftir sem áður, aðgang að safninu. Á myndinni eru f.v. Alda Traustadóttir, Jóna Kristín Antonsdóttir og Gígja Snædal (smelltu á myndina til að sjá hana stærri). Á fundinum kom fram að þær eru reiðubúnar að vinna áfram að bókasafnsmálunum, þ.m.t. að aðstoða við skráningu bókasafnins í nýtt miðlægt bókasafnskerfi, sem heitir Gegnir.