Sauðburður í fullum gangi
21.05.2007
Sauðburðartíminn þetta árið í Hörgárbyggð stendur nú sem hæst. Kuldatíðin undanfarið hefur valdið bændum áhyggjum og vinnuálagið við sauðburðinn er miklu meira en ella. Að öðru leyti hefur sauðburðurinn almennt gengið vel. Gera má ráð fyrir að í vetur hafi verið um 5.000 kindur í sveitarfélaginu og þessa dagana er sú tala að tvö- til þrefaldast.
Í gær voru teknar nokkrar myndir úr sauðburðarönnunum í Garðshorni og Ytri-Bægisá (smelltu á meira . .).