Samið um gerð aðalskipulags
27.10.2011
Samkvæmt samþykkt á fundi sveitarstjórnar nýverið hefur verið gengið til samninga við Landmótun sf í Kópavogi um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Yngvi Þór Loftsson verður verkefnisstjóri. Að þesarri vinnu lokinni mun allt sveitarfélagið uppfylla formkröfur Skipulagsstofnunar. Áætlað er að vinnunni verði lokið fyrir árslok 2012.