Salurinn í Hlíðarbæ fær nýja loftklæðningu
06.11.2006
Hafin er vinna við að setja nýja klæðningu upp í loft aðalsalar Hlíðarbæjar. Fjarlægð er eldri klæðning og einangrun, hvort tveggja var orðið lélegt. Einangrunin stóðst ekki kröfur lengur. Steinull er sett upp í loftið og síðan er það klætt með gifsplötum. Nýrri lýsingu verður svo komið fyrir í loftinu. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum verði lokið áður en þorrablótin byrja í janúar nk. Myndin gefur hugmynd um stöðu framkvæmda um miðja síðustu viku (stærri mynd er undir).