Nýr prestur á Möðruvöllum
18.08.2014
Fyrir fáum dögum fluttist að Möðruvöllum nývígður prestur, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, ásamt konu sinni Margréti Sverrisdóttur og dóttur þeirra, Sunnevu, sem fæddist 10. maí í vor. Þar með lauk nærri tveggja ára tímabili þar sem enginn prestur bjó á Möðruvöllum, og hefur mörgum þótt það alltof langur tími.
Þann 27. júní sl. var Oddur Bjarni vígður í Hóladómkirkju af Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskupi. Hann og Margrét eru boðin hjartanlega velkomin í sveitina.