Norsk heimsókn í Hörgársveit
26.06.2012
Hópur Norðmanna sem rekur ættir sína til landnámsmanna á Íslandi kom í heimsókn í liðinni viku. Þeir rekja ættir sínar til Öndótts Kráku, en afkomendur hans nefndust Kræklingar og við þá er Kræklingahlíð kennd.
Norðmennirnir eru búsettir í Kvinesdal í Suður-Noregi. Þeir hittu sveitarstjóra og oddvita Hörgársveitar, sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og fulltrúa úr bæjarstjórn Akureyrar með það fyrir augum að koma á menningartengslum þessara sveitarfélaga og Kvinesdal.