Menningar- og atvinnumálafulltrúi
28.10.2010
Auglýst hefur verið eftir menningar- og atvinnumálafulltrúa fyrir Hörgársveit. Meginhlutverk hans verður að efla þá menningartengdu starfsemi sem er í sveitarfélaginu, aðstoða við framkvæmd einstakra verkefna, koma að atvinnuþróunarverkefnum og eflingu hvers konar félagsstarfs í sveitarfélaginu. Vegna sameiningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar veitti Jöfnunarsjóður sveitarfélaga framlag til endurskipulagningar á þjónustu og stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Ráðning menningar- og atvinnumálafulltrúa er hluti af því verkefni. Auglýsinguna má lesa hér.