Málþing um líftækni, fiskirækt og sjávarnytjar

Verður haldið í Árskógi (Árskógsströnd, Dalvíkurbyggð)

laugardaginn 19. mars, kl. 13 30- 18 00

 

Framfarafélag Dalvíkurbyggðar skipuleggur málþingið í samvinnu við Hólaskóla, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.

 

Stutt famsöguerindi:

Sækja gull í greipar sjávar

Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Margir möguleikar leynast til að „sækja gull í greipar sjávar”. Víða eru ný tækifæri. Vaxandi áhugi er meðal lyfja-, snyrtivöru-, fæðubótarefna-, matvæla- og fóðurfyrirtækja á nýjum efnum með sérhæfða virkni í sínar framleiðsluvörur.

 

Vöxtur fiskeldis á Íslandi: mikilvægi þekkingar

Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, Háskólans að Hólum

Mikilvægt er að auka verðmætasköpun úr auðlindum sjávar og vatna. Í þessu sambandi er efling fiskeldis afar mikilvæg. Til að nýta tækifærin skiptir aukin þekking sköpum. Ísland hefur talsverða sérstöðu í þessum málum sem við verðum að nýta betur.

 

Ónæmiskerfi fiska, sóknarfæri í líftækni og fiskirækt

Guðmundur H. Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands

Nýtt ónæmiskerfi sem er í þróun mun líklega nýtast bæði til lækninga manna og til að hindra sýkingar í fiskeldi. Í tengslum við fiskirækt á landsbyggðinni gæti vinnsla á virkum lífrænum efnum sem drepa bakteríur, sveppi og veirur orðið mikilvæg atvinnugrein.

 

Frá orðum til athafna

Bjarni Óskarsson,  athafnamaður og forstjóri, Völlum, Svarfaðardal

Bjarni rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík og hefur látið til sín taka í umræðu  um ný atvinnutækifæri í Dalvíkurbyggð. Frá aukinni þekkingu þurfum við að stíga skrefið til framkvæmda.

 

Líftækninet, tækifæri fyrir landsbyggðina

Jóhann Örlygsson, dósent við Háskólann á Akureyri

Jóhann er yfirverkefnisstjóri  Líftækninets í auðlindanýtingu og mun segja frá starfsemi líftækninetsins.

 

Að loknum erindunum verður pallborð og frjáls umræða , þar sem gott tækifæri gefst til að spyrja framsögumenn og fleiri út úr, og koma hugmyndum á framfæri.

 

 

Undirbúningur:

 

Setja þarf fundarboðið in á heimasíðu Landsb. lifi, og heimasíðu Dalvíkur, Ólafsfjarðar Siglufjarðar og Akureyrar og helst í skóla líka, heimasíðu Bændasamtakanna o.s.frv.

 

Senda þarf auglýsinguna um fundinn í tölvubréfi út sem fyrst til sveitarfélafa, skóla,

fyrirtækja og sem forauglýsingu til fréttastofa.

 

Tala við Margréti Vókingsdóttur um að hjálpa okkur við þetta. (Jafnvel við Laufeyju

að Hólum sem auglýsti Buggðaráðstefnuna í haust upp.

 

 

 

 

Önnur mál sem við gætum hugsanlega tæpt á á fundinum:

 

Umræðufundur um sameiningu sveitarfélaga

 

Nýting túnanna í dalnum

 

Nýting nytjajurta (umræða hjá Vistvinum)

 

Umræða um samvinnu sveitarfélaga á Tröllaskaga, í ferðamennsku, klasafyrirtækjum

o.s.frv.

 

Stofnun Framfarafélaga á Ólafsfirði og í Fljótum ?

 

Brýr yfir Svarfaðardalsána.