Kynningarfundir um sameiningarmál
10.03.2010
Í kvöld og annað kvöld verða kynningar- og umræðufundir í Hlíðarbæ um sameiningarmál Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Fyrri fundurinn er einkum ætlaður íbúum Arnarneshrepps en sá seinni íbúum Hörgárbyggðar. Báðir fundirnir er opnir íbúum úr hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Á fundunum mun Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytja ávarp og síðan mun Björn Ingimarsson, ráðgjafi samstarfsnefndarinnar um sameiningarmálið, gera grein yfir málefnaskrá og áhersluatriðum vegna kosninganna um sameiningu sveitarfélaganna sem verða 20. mars nk. Að loknu kaffihléi verða svo pallborðsumræður.