Jólin kvödd
09.01.2007
Í veðurblíðunni á þrettándanum sl. laugardag efndu ungmennafélagið Smárinn og nemendur Þelamerkurskóla til þrettándagleði norðan við Laugaland á Þelamörk. Þar var heljarmikil brenna, púkar voru út um allt og flugeldum var skotið. Á eftir var boðið upp á kaffiveitingar í skólanum til styrktar ferðasjóði nemanda. Eftir það var spilað bingó.
Myndina fyrir ofan má stækka með því að smella á hana og hér fyrir neðan eru nokkrar myndir í viðbót frá þrettándagleðinni.