Jólaball á Melum
28.12.2011
Hið árlega jólaball var haldið á Melum í gær, þriðja í jólum. Það var vel sótt og að vanda var boðið upp á jólalegar veitingar, sungin jólalög og gengið í kringum fagurlega skreytt jólatré. Jólasveinar litu í heimsókn og sungu jólalög fögrum rómi.
Hér eru nokkrar myndir af jólaballinu.
Allir saman, mömmur, pabbar, afar, ömmur og börn. |
Það var marsérað um allan sal |
Það er ekki fallegt að toga í skeggið á jólasveininum. |
Marséringin reyndi á líkama og sál. |
Jólasveinarnir þóttu hafa miklar og fagrar söngraddir. |
Öllum brögðum var beitt til að koma namminu til barnanna. |
Börnin voru prúðbúin og skemmtu sér vel. |
Ljósm. Skúli Gautason