Jarðhitaleit í Hörgárdal og Öxnadal

Hörgársveit og Norðurorka hf. hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um jarðhitaleit í Hörgárdal og Öxnadal. Forsenda yfirlýsingarinnar er framlag úr Orkusjóði til verksins.

 

Verkið skiptist í tvo meginhluta, þ.e. boranir og rannsóknir. Áætlað er að heildarkostnaður við það  verði 15-20 milljónir króna.  

Verkið verður kynnt á almennum fundi í Þelamerkurskóla föstudaginn 10. júní kl. 14 og í framhaldi af því  verða teknar upp viðræður við landeigendur á svæðinu um málið.

 

Meginhluti húsa í Hörgársveit er tengdur hitaveitu sem rekin er af Norðurorka.  Ef jarðhitaleitin ber góðan árangur er hugsanlegt að flest hús í sveitarfélaginu verði tengd hitaveitu í framtíðinni. 

 

Á myndinni eru þeir Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgársveitar, og Franz Árnason, forstjóri Norðurorku.