Jarðgerðarstöð?
24.11.2006
Að frumkvæði Norðlenska hf. á Akureyri hefur á undanförnum mánuðum verið undirbúin bygging stórrar jarðgerðarstöðvar fyrir lífrænan úrgang. Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar fyrr í vikunni var ákveðið að taka jákvætt í beiðni um aðild að rekstri stöðvarinnar. Talið er að um 60% af öllum úrgangi sé lífrænn. Ef jarðgerðarstöðin verður byggð mun verða til ný förgunarleið fyrir úrgang og jafnframt draga mjög úr þörf fyrir urðun. Myndin er tekin í samskonar stöð og gert er ráð fyrir að byggð verði (stærri undir).