Íbúaþing um skólastefnu
Stýrihópur um mótun skólastefnu Hörgársveitar boðar til íbúaþings laugardaginn 14. janúar kl. 10-14. Þingið verður haldið í Þelamerkurskóla.
Skólinn opnar kl. 9:45 og þá verður hægt að fá sér kaffisopa og kleinu áður en þingið hefst formlega.
Þingið byrjar á erindi Gunnars Gíslasonar fræðslustjóra Akureyrarbæjar
Hvað er skólastefna sveitarfélags og hvaða áherslur setja nýjar aðalnámskrár fyrir skólastarf framtíðarinnar?
Að erindi Gunnars loknu verða hópumræður þar sem fundarmenn svara þremur spurningum:
1. Hvað er gott skólastarf?
2. Hver eru gæði, sérstaða og ímynd skólanna í Hörgársveit?
3. Hvernig bætum við skólana í Hörgársveit?
Gert verður hlé á umræðum milli kl. 12:00 og 12:30 þá geta fundarmenn gætt sér á kjötsúpu í matsal skólans. En það er Kvenfélag Hörgdæla sem sér um veitingar þingsins.
Vetingarnar eru fundarmönnum að kostnaðarlausu.
Kl. 13:20 er gert ráð fyrir að hóparnir kynni umræður sínar og niðurstöður þeirra.
Allir íbúar Hörgársveitar eru hvattir til að koma á þingið og að hafa áhrif á mótun skólastefnu sveitarfélagsins.