12.11.2003
Fyrirhugað er íbúaþing (hreppsfundur) laugardaginn 22. nóvember n.k. í Hlíðarbæ.
Þar er áætlað að ræða mikilvæga málaflokka sem sveitarstjórn er að vinna að, s.s. um skipulagsmál og sorpmál. Menningartengd ferðaþjónusta og uppbygging og rannsóknir á merkum stöðum verður einnig á dagskrá auk fleiri mála.
Íbúaþingið verður nánar auglýst síðar bæði hér á heimasíðunni og í fréttabréfi sveitarstjórnar.