Íbúar í Hörgársveit komnir yfir 800
19.04.2023
Samkvæmt samantekt þjóðskrár eru íbúar í Hörgársveit nú 801 og hefur fjölgað um 97 frá 1. desember 2021 og um 32 frá 1. desember 2022. Þetta er 4,2% fjölgun meðan fjölgunin á landinu öllu er 0,9%. Hlutfallsleg fjölgun í Hörgársveit er sú mesta á Norðurlandi og sú fjórða mesta á landinu. Það er aðeins í Eyja- og Miklaholtshreppi, Skorradalshreppi og Kaldraneshreppi þar sem hlutfallsleg fjölgun er meiri eða frá sex til þriggja íbúa fjölgun í hverju sveitarfélaga fyrir sig.
Íbúar í Hörgársveit voru 559 í upphafi árs 2015 og hefur því fjölgað um 43% frá þeim tíma. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölgunin haldi áfram á næstu árum og í árslok 2025 gætu þeir verið orðnir um 1.000 ef áætlanir ganga eftir.