Íbúafundur á föstudag
13.11.2012
íbúafundur um menningar- og tómstundamál verður haldinn á Hrauni í Öxnadal föstudaginn 16. nóvember, degi íslenskrar tungu.
Fundurinn hefst kl. 20:00.
Frummælendur verða þau Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings og Alfa Aradóttir, forstöðumaður tómstundamála í Rósinborg.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Athugið að lítið er um bílastæði svo gott er að samnýta bílferðir.