Hlaupið til styrktar Smáranum
Þann 24. maí nk. hleypur Ingileif, skólastjóri Þelamerkurskóla, leiðina "Guðmund" og safnar um leið fyrir Ungmennafélagið Smárann. Í fyrravor tileinkaði Ingileif lengsta hlaupið í undirbúningi sínum fyrir Edinborgarmaraþonið bata Guðmundar Sigvaldasonar, sveitarstjóra. Þá hljóp hún 30 km leið sem hún eftir það kallar Guðmund.
Það var Guðmundur sjálfur sem valdi að safnað yrði fyrir Smárann í ár.
Ingileif áformar að vera við bæinn Ós kl. 12:15 og þaðan geta allir sem vilja hlaupið með niður að Hjalteyri. Það er um 5 km leið. Nú þegar er ljóst að nokkrir krakkar sem æfa hjá Smáranum ætla að hlaupa með Ingileif. Stjórn Smárans hvetur alla til að leggja góðu málefni lið.
Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninn og styrkja Smárann geta lagt upphæð að eigin vali inn á reikning Smárans: 302-26-523 kt. 541080-0239, skýring Guðm.