Haust í Hörgárbyggð
23.09.2003
Mikil umskipti hafa orðið á veðurfari síðast liðna vikur. Eftir einmuna blíðu vikum saman er kominn snjór. Laugardaginn 13. september fór síðasta fönnin úr Húsárskarði í Auðbrekkufjalli, milli Þríhyrnings og Stóra-Dunhaga. Talið er að snjó hafi ekki tekið úr skarðinu síðan 1937. Nokkrum dögum síðar var fjallið alhvítt.
Hér fylgir með mynd úr Húsárskarði tekin kl.: 16 í dag og aðrar frá því í morgun, þar sem horft er norður Kræklingahlíð til Kaldbaks og af Þelamörkinni inn Hörgárdal.