Greiðsla fasteignagjalda - frestun?

Nú hafa verið sendar út kröfur vegna tveggja gjalddaga (eindagi mánuði síðar) af átta í samræmi við álagningu fasteignagjalda Hörgársveitar 2020.

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi geta þeir greiðendur (bæði einstaklingar og fyrirtæki) sem sannanlega hafa orðið fyrir tekjutapi vegna covid-19 sótt um frestun á allt að þremur eindögum 2020 og færast þeir þá til 5. des 2020, 5 jan. 2021 og 5. feb. 2021.

Greiðendur geta sótt um þennan greiðslufrest með því að senda tölvupóst á horgarsveit@horgarsveit.is þar sem tilgreind er kennitala greiðanda, um hvaða eindaga er að ræða og hver ástæðan fyrir óskinni er. 

Í framhaldinu verður eindagi færður og svar sent um það.