Grænfáninn á leið í Þelamerkurskóla
25.05.2010
Í síðustu viku kom tilkynning frá Landvernd um að Þelamerkurskóli fengi leyfi til að flagga Grænfánanum. Fulltrúar frá Landvernd gerðu úttekt á skólanum með tilliti til umhverfismála og niðurstaðan varð sem sé sú að Grænfánanum verður flaggað.
Í úttektinnni var farið yfir umhverfisskýrslu og gátlista um málið. Landverndarfólk hitti umhverfisnefnd skólans og átti með henni gott spjall. Að lokum var farið í vettvangsferð um skólann, flokkunarstöðvar skoðaðar, kíkt í heimsókn í bekki og rætt við nemendur og loks farið á útiskólasvæðið, sem er í takt við markmið Grænfánaverkefnisins. Nánar hér á heimasíðu Þelamerkurskóla.