Göngur í Hörgársveit 2024
28.06.2024
Fjallskilanefnd samþykkti á fundi sínum að fyrstu göngur í Hörgársveit haustið 2024 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 11. september til sunnudagsins 15. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Gengið verður á Þorvaldsdal og í Auðbrekkufjalli laugardaginn 7. september og í öðrum göngum 21. september. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega.