Gatnaframkvæmdir hafnar við Reynihlíð - fyrsta skóflustungan
28.02.2019
Í dag 28.febrúar 2019 hófust formlega gatna- og veituframkvæmdir við Reynihlíð, nýja götu í þéttbýlinu við Lónsbakka. Af því tilefni fór oddviti sveitarfélagsins, Axel Grettisson uppí öfluga gröfu frá verktakanum, G. Hjámarssyni hf. og tók fyrstu skóflustunguna. Alls er gert ráð fyrir um 25 lóðum við Reynihlíð og Víðihlíð, en svo munu nýju göturnar heita. Þar er gert ráð fyrir allt að 100 íbúðum. Í 1. áfanga, sem nú eru hafnar framkvæmdir við, eru 13 lóðir og um 50 íbúðir. Ráðgert er að gatna- og veituframkvæmdum verði lokið 31.maí - 30. júní og þá þegar hefjast byggingaframkvæmdir á lóðunum og má jafnvel áætla að fyrstu íbúarnir verði fluttir inn á árinu ef vel gengur. Í 1. áfanga eru:
6 parhúsalóðir með 12 íbúðum
3 raðhúsalóðir með 18 íbúðum
3 fjölbýlishúsalóðir með 14-28 íbúðum
1 raðhúsalóð með 5 íbúðum sem verður auglýst á næstu dögum.