Garnaveikibólusetning - tilkynning frá sveitarstjórn

Tilboð í garnaveikibólusetningu frá Dýralæknisþjónustu Eyjafjarðar hefur verið lagt fram og samþykkt af sveitarstjórn sem greiðir komugjald og lyf vegna bólusetningarinnar.

 

Komugjald á bæ er kr. 1.804,00

Bólusetning pr. lamb kr. 120,00

Lyfjakostnaður pr. lamb kr. 90,00.

 

Hundahreinsun þar sem bólusett er við garnaveiki kostar kr. 1.600,00 (hvort sem er um einn eða fleiri hunda að ræða). 

Lyf kr. 357 pr. 10 kg hund.

Hundahreinsun þar sem ekki er bólusett kostar kr. 2.367 auk lyfs.

 

Á bæjum þar sem margt fé fé er og bólusetning gengur vel fyrir sig þykir sjálfsagt að gefa afslátt eins og gert hefur verið tvö s.l. ár.