Fyrsti körfuboltaleikur Smárans
30.11.2009
Á fimmtudaginn, 3. des. kl. 14:30, fer fram fyrsti opinberi körfuboltaleikurinn á vegum Umf. Smárans. Þá mun körfuboltalið Smárans sem skipað er leikmönnum 12 ára og yngri keppa við lið Þórs frá Akureyri. Raunar verða tvö lið frá Þór á staðnum, annars vegar lið skipað krökkum í 5. bekk og hins vegar lið skipað krökkum í 4. bekk og yngri. Þjálfari Smárans er Ari H. Jósavinsson.
Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk, allir velkomnir.