Fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar
22.03.2010
Fyrirhugað er að fella þær saman í eina tillögu nokkrar breytingar á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026, sem samþykktar hafa verið á undanförnum mánuðum. Um er að ræða tillögu að (1) breyttri legu Hörgárdalsvegar frá Hólkoti suður fyrir Brakanda, (2) breyttri legu Blöndulínu 3 um Kræklingahlíð og yfir Moldhaugaháls, (3) breyttri landnotkun hjá Lónsá og (4) leiðréttingu á sveitarfélagamörkum ofan Hlíðarvegar í Kræklingahlíð. Með því að smella hér er hægt að skoða aðalskipulaguppdráttinn með ofangreindum breytingum. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri á skrifstofu Hörgárbyggðar, síminn er 461 5476.