Fundur um búfjársamþykkt
24.04.2012
Fimmtudaginn 26. apríl nk. verður fundur um drög að búfjársamþykkt fyrir Hörgársveit. Skv. drögunum er gert ráð fyrir að hross og nautgripir þurfi að vera í vörslu frá áramótum og til 1. júlí ár hvert og leyfi þurfi fyrir búfjárhaldi í þéttbýli. Undanfarin ár hefur verið litið svo á að lausaganga sauðfjár og annars búfjár í Arnarneshreppshluta sveitarfélagsins hafi verið bönnuð. Í drögunum eru ekki ákvæði um slíkt og það ber að skilja svo að slíkt lausagöngubann sé ekki í gildi. Drögin í heild má lesa með því að smella hér. Fundurinn verður í Hlíðarbæ og hefst kl. 20:00.