Fundur í sveitarstjórn
14.09.2004
DAGSKRÁ
Fundur verður í sveitarstjórn Hörgárbyggðar á föstum fundartíma, þriðja miðvikudegi mánaðarins, nú þann 15. september 2004. Fundurinn verður í Þelamerkurskóla og hefst kl. 20:00.
DAGSKRÁ:
- Fundargerð skipulagsnefndar frá 25.08.04.
- Erindi frá Eyjafjarðarsveit um breytingu á deiliskipulagi og breytingu á reiðveg og breytingu á landnotkun.
- Frá félagsmálaráðuneytinu reglur um gjaldskrá um félagslega heimaþjónustu, dags. 18. ágúst 2004.
- Stöðuleyfi á húsi í Mið-Samtúni.
- Leigusamningur um land fyrir íbúðarhús í landi Einarsstaða.
- a)Afrít af bréfi til Félags meindýraeyða frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
b) Bréf frá UST um skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar.
- Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis um viðtalstíma við nefndina.
- Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, tilkynning varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
- Greinargerð frá Hrauni ehf. um endurbætur og breytingar. Lagt fram til kynningar.
- Styrkbeiðnir.
a) Frá Einari M Friðrikssyni.
b) Frá framkvæmdasjóðs Skrúðs.
- Bréf frá UMFÍ um rekstur Ungmenna- og tómstundabúða að Laugum í Dalasýslu.
- Kynning í riti um Norðurland.
- Endurskoðun fjárhagsáætlunar og starfssemi á skrifstofu.
- Bréf frá Eyþingi um stjórnunarnám.
- Skýrsla Eyþings um sameiningarmál, til nefndar um sameiningu sveitarfélaga.
- Trúnaðarmál.
Helga Arnheiður Erlingsdóttir