Fundargerð - 28. nóvember 2008
Mánudaginn 28. nóvember 2008 kl. 14:50 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2009
Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2009. Skv. drögunum er gert ráð fyrir að rekstrarframlög sveitarfélaganna til skólans verði samtals 101.641 þús. kr.
Framkvæmdanefndin leggur til við sveitarstjórnirnar að framlögð drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 verði samþykkt.
2. Afmörkun lóðar fyrir skólastjórabústað
Fram kom að í fasteignaskrá er ekki afmörkun á lóð skólastjórabústaðar og að bústaðurinn er á sama fastanúmeri og skólinn.
Ákveðið var að afla upplýsinga um hvort unnt er að breyta þessari skráningu.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 15:30.