Fundargerð - 28. apríl 2003

Mánudaginn 28. apríl 2003 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur. Átta áheyrnarfulltrúar voru mættir.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Oddviti leitaði samþykkis fundarins um að fundargerð skólanefndar frá 8. apríl 2003 verði afgreidd undir lið 1 e. lið. Og fundargerð skipulagsnefndar frá 25. apríl. Einnig að erindi frá Ásbirni og Hörpu verði tekið til afgreiðslu, ásamt tilboði í bílastæðamálningu frá Eyþóri Tómassyni, verði afgreitt undir lið 3. Samþykkt að bæta þessum atriðum inn á dagskrána.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

 

1. Fundargerðir

 

a.   Skipulagsnefndar frá 14. apríl 2003, lögð fram til kynningar.

b.   Byggingarnefndar frá 15. apríl 2003, lögð fram til kynningar. Erindi Garðars Steinssonar um byggingu geymsluskúrs við Skógarhlíð 15 vísað til skipulagsnefndar til skoðunar.

c.   Fjallskilanefndar frá 27. mars 2003, afgreidd án athugasemda.

d.   Hafnarsamlags Norðurlands frá 16. apríl 2003 lögð fram til kynningar.

e.   Fundargerð skólanefndar frá 8. apríl 2003, var rædd og var ákveðið að oddviti færi á næsta skólanefndarfund og þar yrðu málin rædd.

f.    Skipulagsnefndar frá 25. apríl 2003 var lögð fram til kynningar.

 

2. Styrkbeiðnir og kynningar

 

a.   Lauf, landsamtök áhugafólks um flogaveiki, hafnað.

b.   Alnæmissamtökin á Íslandi, hafnað.

c.   MND félagið á Íslandi, hafnað.

d.   Skógræktarfélag Íslands, var hafnað.

 

3.  a. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 10. apríl um framlag Jöfnunarsjóðs vegna ráðningar sveitarstjóra, þar kemur fram að árlegt framlag vegna ráðningar sveitarstjóra er kr. 2.800.000 á árunum 2002-2006. Sveitstjórn Hörgárbyggðar lýsir yfir ánægju sinni með framlagið.

b. Tilboði um merkingu bílastæða frá Eyþóri Tómassyni um málun á bílastæðum við ÞMS var vísað til sameiginlegs fundar með Arnarneshreppi. Tilboðið hljóðar upp á kr. 106.333.

c. Erindi Ásbjörns og Hörpu vegna óska um að leigja heimavist ÞMS í sumar var heimiluð með þeim fyrirvara að sveitarstjórn Arnarneshrepps samþykkti erindið og einnig að málið verði kynnt kennurum sem leigja íbúðir í ÞMS. Lögð verði áhersla á að neðri heimavistargangur verði fyrst og fremst til útleigu ef hægt er. Sveitarstjórn leggur áherslu á að öryggi sveitarstjórnarskrifstofu verði tryggt.

 

4.  Erindi frá VST hf. Norðurorku þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til lagningar á aðveitu frá Hjalteyri til Akureyrar. Erindið var samþykkt, með sex atkvæðum gegn einu, með þeim fyrirvara að leitað verði samþykkis allra landeigenda og Veiðifélags Hörgár áður en framkvæmdir hefjast.

 

5. Sorpeyðing

a. Erindi frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn Hörgárbyggðar lýsi því yfir að hún sé reiðubúin að gera nauðsynlegar breytingar á skipulagi sveitarfélagsins (svæðisskipulagi, aðalskipulagi og deiliskipulagi) sem heimili starfrækslu urðunarstaðar og tengdrar starfsemi á jörðinni Gásum í Hörgárbyggð.

 

Eftirfarandi bókun vegna sorpurðunar var lögð fram:

 

“Sveitarstjórn Hörgárbyggðar er ekki tilbúin að gera breytingar á skipulagi sveitarfélagsins til að heimila starfrækslu urðunarstaðar og tengdrar starfsemi á jörðinni Gásum í Hörgárbyggð, Sveitarstjórn Hörgárbyggðar sér ekki að þessi starfsemi geti á nokkurn hátt farið saman með þeirri menningartengdu ferðaþjónustu sem fyrirhugað er að byggja upp á svæðinu í tengslum við fornminjarnar á Gásum og fyrirhugaða tengingu við Skipalón, Hlaði og Möðruvelli. Samráðshópur Gásaverkefnisins hefur óskað eftir, í bréfi dags. 17.12.2002, að Hörgárbyggð taki þátt í gerð deiliskipulags af svæði því sem er í kringum um fornminjarnar. Þess má líka geta að Gásakaupstaður hefur þar að auki verið nýlega tilnefndur á heimsminjaskrá hjá UNESCO.

Á svæðinu er núna búrekstur sem mun leggjast af, einnig hefur verið staðið myndarlega að skógrækt á þessu svæði. Þá hafa eigendur og/eða ábúendur nágrannajarða lýst því yfir að þeir mótmæli harðlega því að sorp verði urðað á þessum stað. Einnig hafa ýmis hagsmunasamtök lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar sorpurðunar á jörðinni Gásum.

Ef Sorpeyðing Eyjafjarðar sér einhver annan stað í Hörgárbyggð eða ef sett verði á fót sorpbrennsla á Norðurlandi þá lýst sveitarstjórn Hörgárbyggð sig tilbúna til að skoða það mál. Samkvæmt framansögðu hafnar því sveitarstjórn Hörgárbyggðar erindinu.”

 

Bókunin var sí samþykkt með 6 atkvæðum, einn var á móti.

 

b. Skipulag sorphirðu og förgun. Lagt fram frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar “Skipulag sorphirðu og –förgunar. Birnu og sveitarstjóra var falið að fara yfir sorphirðumál Hörgárbyggðar að móta fyrir sveitarfélagið framtíðarstefnu í sorphirðumálum.

 

6. Heilsugæslan

 

a. Uppgjör vegna heilsugæslustöðvarinnar var lagt fram en skv. lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu með síðari breytingum sem samþykkt voru frá Alþingi 14. mars 2003 fellur niður 15% kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í stofnkostnaði heilsugæslustöðva. Héraðsnefnd Eyjafjarðar hefur því gert upp stöðuna við Framkvæmdasýslu ríkisins og er inneign Hörgárbyggðar vegna þessa kr. 164.284.

 

b. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fundargerð 56. fundar lögð fram til kynningar.

 

c. Bréf frá umhverfisráðuneytinu um drög að samþykktum um hreinsun og losun rotþróa. Sveitarstjóra og oddvita var falið að fara yfir drögin og undirbúa gjaldskrá og leggja fyrir sveitarstjórn sem fyrst.

 

7. Kjörskrá Hörgárbyggð lögð fram og yfirfarin

Fram kom að auglýsing um kjörskrána liggi frammi til skoðunar verður birt 30. apríl í dagskránni. Á kjörskrá eru 154 karlar og 118 konur þ.e. samtals 272. Kjörskráin var samþykkt án athugasemda.

 

8. Frá félagsmálaráðuneytinu og Sambandi ísl. sveitarfélaga

 

a. Tekjustofnar sveitarfélaga, ályktun um heildarendurskoðun á tekjustofnun sveitarfélaga lagt fram til kynningar

 

b. Sérstakt átak í sameiningu, efling sveitarfélaga, til kynningar. Í niðurlaginu kemur fram að ein árangursríkasta leiðin til að efla byggðarlögin í landinu er að styrkja sveitarstjórnarstigið þannig að sveitarfélögin verði öflugar stjórnsýslueiningar, að verkaskipting þeirra og ríkisins verði skýr og að þeim verði tryggðar tekjur til að standa undir þeim verkefnum sem þeim eru falin að lögum.

Stækkun sveitarfélaga. Til að treysta sjálfsforræði byggðarlaga, gera stjórnsýslu þeirra markvissa, tryggja gæði þjónustu og efla staðbundið lýðræði er nauðsynlegt að stækka sveitarfélögin. Lagt  er til að ríkisvaldið vinni að þessu markmiði í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga á næstu árum og í því sambandi hækka lágmarksíbúatölu þeirra lögum samkvæmt.

Sveitarstjóra falið að vinna því að gera tillögu að bókun vegna ályktunar fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga í samræmi við umræðuna á fundinum.

 

c. Jöfnunarsjóður – yfirlit. Lagt fram til kynningar áætlun frá félagmálaráðuneyti um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2003. Þar kemur fram að Hörgárbyggð fær pr. mánuð kr. 720.590, þ.e. 90% af áætlaðu framlagi en áætlað útgjaldajöfnunarframlag Hörgárbyggðar er kr. 9.607.863. Ljóst er að um 20% lækkun er að ræða frá fyrra ári og fyrst og fremst um að ræða lækkun vegna skólaaksturs. Sveitarstjóra falið að mótmæla boðaðri lækkun og óska skýringa.

 

9. Bréf

 

a. Svarbréf frá Arnarneshreppi þar sem tekið var fyrir erindi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar varðandi sameiningu sveitarfélaganna. Þar kemur fram að hreppsnefnd Arnarneshrepps ætlar sér að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaga og mun sú vinna hefjast innan tíðar. Og að gott væri ef Hörgárbyggð myndi verða innan handar við þá vinnu og veita upplýsingar sem kæmu að góðum notum á næstu mánuðum. Lagt fram til kynningar.

 

b. Markaðskrifstofa – Atvinnuþróunarfélagið. Bréf frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi MFN þar sem óskað er eftir því að Hörgárbyggð sjái sér hag í því að taka þátt í víðtæku samstarf á sviði ferðaþjónustu og gerast aðilar að félaginu. Lagt var fram svarbréf sveitarstjórnar dags. 22. apríl 2003 til Atvinnuþróunarfélagsins.

 

10. Ýmis erindi

 

a. Leikskólinn – leikskólastjórastarfið. Leikskólastjórinn Hugrún óskar eftir fresti til a.m.k. 15. maí til að segja af eða á um það hvort hún komi aftur til atarfa eftir barnsburðarleyfi.

Sveitarstjórn heimilaði að Hugrún fengi umbeðinn frest

 

b. Vinnuskóli – staða mála

Umsónareyðublöð vegna vinnu í vinnuskólanum fóru heim með börnunum í dag og á að skila þeim til sveitarstjórnarskrifstofunnar fyrir 5. maí. Eftir að ljóst er hvað mörg börn vilji vinnu verður farið í frekari útfærslu á tækjakosti vinnuskólans öðrum þeim þáttum sem að málinu varða.

 

c. Starfskraftur á skrifstofu. Sveitarstjóri og oddviti leggja til að ráðið verði í 50% starf á skrifstofunni. Jóhanna Rögnvaldsdóttir hefur ekki getað verið eins og skildi en þegar hún hefur verið þá hefur verið hægt að hafa undan í bókhaldinu. Enn er verið að lagfæra og villuleita ýmislegt frá fyrra ári og hefur Arnar Árnason unnið það. Best væri að fá fastan starfsmann á skrifstofuna. Sveitarstjóri hefur verið alltof föst í bókhaldinu og ekki náð að því að vera sýnileg í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa eftir starfsmanni í 50% starf.

Sigurbjörgu var falið móta reglur um viðbótarlán.

 

11. Næsti fundur

 

Næst opni sveitarstjórnarfundur verður haldinn 14. maí að Melum og aukafundur verður 7. maí í ÞMS.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00:00.