Fundargerð - 27. september 2010

Mánudaginn 27. september 2010 kl. 20:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Sveitarstjórn kaus á fundi sínum 30. júní 2010 eftirtalda í félagsmála- og jafnréttisnefnd á yfirstandandi kjörtímabili:

Elisabeth J. Zitterbart, formaður, Bragi Konráðsson, Jóhanna M. Oddsdóttir og Sigmar Bragason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

 

Fundarmenn voru ofantaldir fulltrúar í nefndinni, að undanskildum Braga Konráðssyni, og auk þess Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Erindisbréf félagsmála- og jafnréttisnefndar

Lagt fram erindisbréf nefndarinnar, sem sveitarstjórn afgreiddi á fundi sínum 15. september 2010.

 

2. Landsfundur jafnréttisnefnda

Greint frá landsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn var á Akureyri dagana 10. og 11. september 2010. 

 

3. Jafnréttisáæltun

Gerð grein fyrir helstu ákvæðum jafnréttislaga um jafnréttisáætlanir.

Farið yfir frumdrög að jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit.

Nefndin fól formanni að vinna drögin að jafnréttisáætluninni áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:50