Fundargerð - 27. september 2007
Gásanefnd kom saman til fundar í Minjasafninu á Akureyri fimmtudaginn 27. september 2007 kl. 10:30. Á fundinum voru Jóhanna María Oddsdóttir, Guðrún M. Kristinsdóttir,
Þetta gerðist:
1. Viðskiptaáætlun
Lögð fram drög að viðskiptaáætlun fyrir Gásakaupstað, sem unnin er af KPMG og Kristínu Sóleyju Björnsdóttur.
Fundarmenn munu fara yfir viðskiptaáætlunina næstu daga og senda verkefnisstjóra ábendingar um breytingar.
2. Stofnun sjálfseignarstofnunar um Gásakaupstað
Rætt um fyrirkomulag á stofnun sjálfseignarstofnunar um Gásakaupstað. Til að gera gerast aðilar að henni verður boðið sveitarfélögum í Eyjafirði og ýmsum fleiri aðilum.
Ákveðið var að stofnfundurinn verði fimmtudaginn 22. nóvember nk. kl. 13:00 í Minjasafninu á Akureyri.
Fleiri gerðist ekki fundi slitið kl. 11:30