Fundargerð - 27. ágúst 2003

Fundur 27. ágúst 2003, kl. 20:00 í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

  

1.       Hraun í Öxnadal, kaupsamningur, hlutafé

Fram var lagður kaupsamningur, þar kemur fram að Hlutafélagið Hraun hf. kaupir Hraun í Öxnadal af erfingjum. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir kaupsamninginn og afsalar sér forkaupsrétti. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tekur jákvætt í að leggja fram hlutafé.

 

2.       Leikskólamál

Logi Harðarsson formaður leikskólanefndar mætti á fundinn, undir þessum lið. Sveitarstjóra falið að vinna að ráðningu starfsmanns í ræstingu við leikskólann í samráði við leikskólastjóra. Hugrún leikskólastjóri hefur tilkynnt um að hún komi til starfa 1. janúar 2004 og vill vera í 100% starfshlutfalli sem leikskólastjóri. Ákveðið var að segja upp fyrir 1. október, sem tæki þá gildi 1. janúar 2004, staðaruppbót starfsmanna á Álfasteini. Ákveðið að fela sveitarstjóra að  semja við .. aðstoðarleikskólastjóra um að taka að sér deildarstjórastarfið þar sem ekki er skylt að hafa aðstoðarleikskólastjóra en skylt að hafa deildarstjóra. Samþykkt að tilkynna sveitarstjórn Arnarneshrepps, fyrir 1. september 2003 að samkomulag það sem er í gildi vegna leikskólans á Álfasteini fellur úr gildi 1. janúar 2004. Vegna endurskipulagningar á rekstri leikskólans þarf skriflegur samningur milli sveitarfélaganna  að liggja fyrir vegna leikskólans á Álfasteini eigi síðar en 1. janúar 2004.

 

3.       Lífeyrissjóðsmál starfsmanna

Lagt fram til kynningar varðandi séreigna-lífeyrissparnað. Vísað til næsta fundar til afgreiðslu.

 

4.       Skipulagsmál

Jósavin Arason Skógarhlíð 27 sendir inn beiðni um stækkun lóðar til austurs þar sem tekin var ræma af suðurhlið lóðar hans gegn loforði um stækkun til austurs. Einnig erindi frá Þór hf. um breytingu á lóðarmörkun. Erindunum vísað til skipulagsnefndar.

 

5.       Ljósastaurar

Jónas Ragnarsson vill fá að endurskoða tilboð sitt í uppsetningu ljósastaura í Hörgárbyggð. Helgu og Klæng falið að vinna að málinu.

Helga hafði samband við Birgi Guðmundsson hjá Vegagerðinni og sagði hann að ljósastaurar verði settir upp við Þelamerkurskóla nú í haust. Einnig að gert verði við malbikið inn í Skógarhlíðina mjög fljótlega.

 

6.       Kauptilboð og viðbótarlán - Engimýri

Oddviti fór yfir kauptilboð í Engimýri. Kaupandi er Katrín Rós Ívarsdóttir og seljandi er Helgi Þór Helgason.

 

7.     Fundargerðir

a)     Fjallskilanefndar 31. júlí, 6. ágúst og 13. ágúst voru afgreiddar án athugasemda.

b)     Skólanefndar frá 19. ágúst. Var samþykkt og tekið undir það að fulltrúar Hörgárbyggðar í skólanefnd verði upplýstir um hvort ákvörðun sveitarstjórnar Arnarneshrepps um að víkja formanni skólanefndar úr nefndinni snerti á einhvern hátt störf fulltrúa Hörgárbyggðar í skólanefnd það sem af er kjörtímabilinu.

 

Styrkbeiðnir

Frá UMFÍ ósk um styrk til útgáfu 16 síðna aukablaðs með DV, erindinu var hafnað

Ósk um styrk frá Sjálfsbjörgu, erindinu hafnað.

Samþykkt að styrkja Hestamannafélagið Framfara um kr. 10.000 vegna bæjarkeppninnar sem haldin var 23. ágúst 2003.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00.20