Fundargerð - 26. september 2013
Fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.
Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Garðar Lárusson, Líney S. Diðriksdóttir og Sunna H. Jóhannesdóttir, nefndarmenn, og auk þess
Þetta gerðist:
Málefni Þelamerkurskóla:
1. Skólaárið 2013-2014, skipulag
Gerð grein fyrir helstu þáttum í skipulagi skólaársins 2013-2014. Þar kom m.a. fram að skráðir nemendur í skólanum eru 81. Fyrirkomulag skólastarfsins á skólaárinu verður í aðalatriðum sem sama hætti og undanfarin ár. Borist hefur höfðingleg gjöf frá kvenfélaginu Gleym-mér-ei í Glæsibæjarhreppi, sem notuð hefur verið til kaupa á spjaldtölvum fyrir nemendur og kennara.
2. Afmæli skólans
Grein grein fyrir þeim undirbúningi, sem fram hefur farið fram vegna 50 ára afmælis Þelamerkurskóla. Haldið verður um upp á afmælið 20. nóvember nk.
Sameiginleg málefni:
3. Skipulag skólamála, umræða
Lagðir fram til kynningar fundarminnispunktar frá fundi vinnuhóps sveitarstjórnar um húsnæði Þelamerkurskóla og skipulag skólamála í sveitarfélaginu, sem var 19. september 2013. Þar er gerð tillaga um að hafin verði undirbúningur að því að gera útboðsgögn fyrir stækkun anddyris, uppsetningu lyftu og viðhald á A-álmu og að farin verður kynnisferð í skóla þar sem er samrekstur grunnskóla og leikskóli. Umræður urðu um kosti og galla þess að reka saman grunnskóla og leikskóla.
4. Fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2014, umræða
Lagðar fram upplýsingar um stöðu kostnaðar við þau viðfangsefni sem heyra undir málaflokkinn fræðslu- og uppeldismál. Þar kemur fram að í heildina virðist sem lítið frávik verði frá áætlun ársins.
Málefni Álfasteins:
5. Skólaárið 2013-2014, skipulag
Gerð grein fyrir helstu þáttum í skipulagi skólaársins 2013-2014. Þar kom m.a. fram að nemendur í skólanum eru 24, en um næstkomandi áramót verða þeir væntanlega 27 talsins. Fyrirkomulag skólastarfsins á skólaárinu verður í aðalatriðum sem sama hætti og undanfarin ár.
6. Eldvarnaskýrsla
Lögð fram eldvarnaskýrsla fyrir Álfastein, dags. 11. september 2013. Í henni eru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið.