Fundargerð - 26. nóvember 2008

Miðvikudagskvöldið 26. nóvember 2008 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka. Mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson, Stefán L Karlsson og Helgi Steinsson oddviti.

 

     Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1. Almenn umræða um göngurnar á síðastliðnu hausti. Þær gengu víðast vel.  Samvinna við nágrannasveitarfélög varðandi göngur og réttir var í góðu lagi.

 

2. Farið var yfir þann fjárfjölda sem kom fyrir utan heimasveitar í haust. Úr Akrahreppi komu til réttar í Öxnadal um 220 kindur og í Hörgárdal um 240 kindur. Þetta er fyrir utan það fé, sem rekið var vestur af Hörgárdalsheiði og fremstu svæðum Öxnadals. Úr Eyafjarðarsveit komu 14 kindur fyrir í Hörgárbyggð, en þaðan kom engin kind úr Hörgárbyggð. Úr Hörgárbyggð komu fyrir í Silfrastaðarétt 26 kindur, 23 úr Öxnadal og 3 kindur úr Hörgárdal. Í Tungurétt í Svarfaðardal komu 3 kindur úr Hörgárdal og var þeim fargað vegna sauðfjárveikivarna.

 

3. Gangnastjórar hafa ekki tilkynnt um gangnarof til fjallskilanefndar á þessu hausti.

 

4. Ákveðið að stefnt skuli að fundi á útmánuðum með fulltrúum Akrahrepps varðandi gangnaskil.

 

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 21:40.