Fundargerð - 26. nóvember 2003
Fundur haldinn 26. nóv 2003 í framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla.
Mættir voru Anna Lilja Sigurðardóttir skólastjóri, Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri, Hjördís Sigursteinsdóttir oddviti, Helgi Steinsson oddviti, Ármann Búason og Helga Erlingsdóttir reikningshaldari skólans. Skólastjóri setti fund og stjórnaði honum.
1. Fundargerð frá fundi framkvæmdarnefndar 20. okt 2003, var samþykkt í sveitarstjórn Hörgárbyggðar 22. okt 2003, í sveitarstjórn Arnarneshrepp 12. nóv.
2. Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla 2004. Helga Erlingsdóttir gerði grein fyrir áætlunni. Gaf sér þær forsendur að laun hækkuðu um 3%, en annar rekstrarkostnaður að jafnaði um 2,5%. Lagði fram fylgiskjal þar sem tíundaðir eru nokkrir liðir sem teknir eru inn í fjárhagsáætlunina, sem hljóðar þá upp á kr. 95.596 í gjöld að frádregnum tekjum. Skólastjóri lagði fram lista með verkum og áætluðum kostnaði. Verk sem skólastjóri telur æskilegt að framkvæma. Fundurinn skoðaði framlögð gögn, mæltu með sumu en höfnuðu öðru. Vegna þess hve kostnaður yrði hár. Reiknishaldari mun gera breytingar á fjárhagsáætluninni áður en hún er lögð fyrir sveitarstjórnir.
3. Staðan í húsaleigu og aksturstyrkjamálum.
Skólastjóri hvað íbúa í einni íbúð mjög ósátta yfir hvenær þau þurfa að greiða húsaleigu að fullu. Samanborið við kennara í annarri íbúð.
4. Skólastjóri óskar eftir heimild til að kenna við Háskólann á Akureyri á einu námskeiði á vorönn. Um er að ræða tvær kennslustundir í viku, sem ekki rekast á verkefni skólans. Framkvæmdanefnd óskar eftir að skólastjóri sendi skriflega ósk til sveitarstjórnar um þetta erindi.
5. Skólastjóri óskar eftir að vinna vegna staðarumsjónar verði metin til launa. Hann beðinn að senda skriflegt erindi til sveitarstjórna um þetta mál. Eða mæta á sveitarstjórnafund.
Fleira ekki bókað.
Ritari Ármann Búason