Fundargerð - 26. apríl 2007
Fimmtudaginn 26. apríl 2007 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson,
Þetta gerðist:
1. Ársreikningur Þelamerkurskóla fyrir árið 2006
Lagður fram ársreikningur Þelamerkurskóla fyrir árið 2006. Ársreikningurinn er gerður og endurskoðaður af KPMG Endurskoðun Akureyri hf. Skv. ársreikningnum urðu rekstrargjöld alls 99,6 millj. kr. Rekstrartekjur urðu 11,0 millj. kr. Framlög sveitarfélaganna urðu því 88,6 millj. kr..
Ársreikningurinn var yfirfarinn og síðan staðfestur af framkvæmdanefndinni og skólastjóra.
2. Neytendastofa, verðlagning á fæði
Lagt fram bréf Neytendastofu, dags. 30. mars 2007, þar sem óskað er upplýsinga um þá skilmála sem gilda um verðlagningu á mat til nemenda.
Sveitarstjóra Hörgárbyggðar var falið að svara bréfinu.
Í tilefni bréfsins samþykktir framkvæmdanefndin að fæðisgjald frá 1. mars 2007 út skólaárið verði 286 kr. hver dagur. Ákvörðun um fæðisgjald næsta skólaár verði tekin síðar.
3. Ráðstöfun húsaleigutekna
Á fund framkvæmdanefndarinnar 11. janúar 2007 var frestað ákvörðun um ráðstöfun húsaleigutekna. Fyrir lágu hugmyndir húsvarðar um viðhaldsverkefni sem vinna þurfi. Þessi verkefni eru:
· Endurnýjun skólplagna frá efsta gangi: áætlaður kostnaður 170.000 kr.
· Endurnýjun lýsingar á gangi neðstu hæðar, í smíða- og handmenntastofum: áætlaður kostnaður 900.000 kr.
· Lagfæringar á skólalóðinni, þökur o.fl.: áætlaður kostnaður 250.000 kr.
· Endurnýjun gólfefnis og málun í skrifstofu skólastjóra: áætlaður kostnaður 150.000 kr.
· Endurnýjun gólfefnis á gangi fyrir framan skrifstofu skólastjóra og kaffistofu kennara og tröppur þar niður: áætlaður kostnaður 150.000 kr.
Skólastjóra falið að undirbúa þessi viðhaldsverkefni og framkvæma þau eftir því sem húsaleigutekjur verða fyrir hendi.
4. Sparkvöllur
Rætt um innkaup á böttunum í kringum fyrirhugaðan sparkvöll við Þelamerkurskóla. Sveitarstjóra Hörgárbyggðar var falið að leita tilboða í battana.
5. Leiksvæði
Rætt um undirbúning á endurbótum á leiksvæði skólans, sbr. fyrri samþykktir framkvæmdanefndarinnar og sveitarstjórnarinnar.
Skólastjóra falið að halda áfram undirbúningnum fyrir endurbæturnar.
6. Ráðstöfun íbúðarhúsnæðis
Skólastjóri gerði grein fyrir breytingum sem gert er ráð fyrir á nýtingu íbúðarhúsnæðis skólans.